Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. september 2013
Prenta
Strandasól byggir.
Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi sem er ein minnsta björgunarsveit á landinu,er nú að byggja yfir starfssemi sína og þann búnað sem sveitin á. Strandasól fékk veglegan styrk frá styrktarsjóði Isavia í vor að upphæð 1.400.000.,sem kom sér vel fyrir félagið. Grafið var fyrir grunni að húsinu 8. júlí síðastliðin og klárað var að steypa sökkul þann 29. ágúst. Félagsmenn sjá sjálfir um framkvæmdir undir stjórn Yngvars Bjarnasonar formanns félagsins,en hann er smiður og hefur séð um allan uppslátt fyrir grunninum,en Arinbjörn Bernharðsson trésmíðameistari er yfir verkinu. Væntanlegt Björgunarsveitarhús er byggt á skólalóðinni rétt austanmegin við Finnbogastaðaskóla.