Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. nóvember 2014 Prenta

Strandasól fagnaði 40.afmæli.

Nýtt merki Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
Nýtt merki Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
1 af 4

Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi á Ströndum varð 40.ára á þessu ári. Af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður og reisugildi í dag laugardag,vegna nýs húsnæðis sveitarinnar í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Nýtt merki Strandasólar var einnig afhjúpað,en það var hannað af Valgeiri Benediktssyni í Árnesi II og Gunnari Trausta Daðasyni frá Hólmavík,og skiptu þeir verðlaunum  á milli sín,en Gunnar var ekki við í hófinu í dag. En fyrr í haust hafði farið fram samkeppni um útlit merkisins.

Afmælisfagnaðurinn og reisugildið hófst í nýja húsinu,sem hefur fengið nafnið Bali,klukkan tvö og mætti fjöldi gesta heimamenn og aðrir gestir sem komu að,tildæmis frá Björgunarsveitum og frá Landsbjörg. Þar fór Ingvar Bjarnason formaður Björgunarsveitarinnar Strandasólar yfir byggingasögu hússins í stuttu máli. Eftir að fólk var búið að skoða nýja húsið var haldið í félagsheimilið þar sem boðið var uppá kaffiveitingar. Þar var nýja merkið afhjúpað og nokkrar ræður voru haldnar.

Hér er slóð Björgunarsveitarinnar Strandasólar á Feisbók: 
https://www.facebook.com/profile.php?id=100007204308723&fref=ts

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón