Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. maí 2009 Prenta

Strandastelpa komin í heiminn!

Elín-Óskírð og Hrafn.
Elín-Óskírð og Hrafn.
1 af 3
Hinn 20. maí fæddist nýr íbúi í Árneshreppi, dóttir Elínar Öglu Briem skólastjóra og Hrafns Jökulssonar. Hún var 14 merkur og 52 sentimetrar og fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi. Fjölskyldan er nú komin heim í sveitina og heilsast öllum vel.
 
Börnum fjölgar nú óðum í Árneshreppi og er það mikið gleðiefni. Á síðustu tveimur árum hafa Gunnar og Pálína í Bæ eignast tvær dætur, og nú eru ungu hjónin Elísa og Ingvar að flytja í Árnes með tvö ung börn, Kára og Þóreyju. Kári verður í Finnbogastaðaskóla í vetur, ásamt Ástu í Árnesi og Júlíönu úr Norðurfirði.
 
Litla dóttir Hrafns og Elínar fær nafn 4. júlí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón