Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. desember 2019 Prenta

Strandavegur (643) um Veiðileysuháls Kráka - Kjósará í Árneshreppi - Drög að tillögu að matsáætlun.

Strandavegur.
Strandavegur.

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi.

Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e.a.s. veglínu 708.   

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt hér á heimasíðu Vegagerðarinnar,  http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/ samkvæmt reglugerð 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. 

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 20. janúar 2020. Athugasemdir skal  senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri. 

- Drög að tillögu að matsáætlun - skýrsla
- Teikningar

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
Vefumsjón