Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. október 2010 Prenta

Strandavegur, Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur í Strandabyggð.

Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Kort Strandavegur 643.Kortið er af vef Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur kynnt á vef sínum 2,8 km langa vegaframkvæmd á Strandavegi (643), af Djúpvegi í botni Steingrímsfjarðar að Geirmundarstaðavegi í mynni Selárdals.
Jafnframt er fjallað um breytta legu Staðarvegar og Stakkanesvegar og tengingu Grænaness við Strandaveg. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi. Heildarlengd nýrra vega er tæpir 4,0 km og eru að mestu nýlagnir. Nýjar veglínur liggja að mestu leiti fjarri núverandi vegum.
Nýr kafli Strandavegar verður 8,0 m breiður. Aðrir vegir verða 4,0 m breiðir. Framkvæmdin er lokaáfanginn við að leggja bundið slitlag á leiðina milli Hólmavíkur og Drangsness.  
Framkvæmdasvæði er í Strandabyggð og nýir vegir liggja um lönd jarðanna Hrófbergs, Stakkaness og Grænaness.
Stefnt er að því að framkvæmdir við verkið hefjist 2011 og að verklok verði 2012. Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka greiðfærni og umferðaröryggi.
Framkvæmdin telst ekki matskyld skv. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum.
Nánar á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Steinstún-2002.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
Vefumsjón