Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2023 Prenta

Styrkir til verslana í dreifbýli.

Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.
Frá Opnun Verslunarfélags Árneshrepps.

Hæsta styrkinn fékk Verslunarfélag Árneshrepps.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um styrki til verslana í dreifbýli. Styrkirnir eru veittir á grundvelli aðgerðar A.9 Verslun í dreifbýli í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Úthlutað er fimmtán milljónum króna til sjö verslana.

Markmiðið með aðgerðinni er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Samtals bárust ellefu gildar umsóknir.

Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru: 

Verzlunarfjelag Árneshrepps 3 milljónir kr. Kríuveitingar, verslun í Grímsey 2,5 milljónir kr. Verslunar og pöntunarþjónusta á Bakkafirði 2 milljónir kr. Búðin, Borgarfirði eystri 2 milljónir kr. Hríseyjarbúðin 2 milljónir kr.  Verslunarfélag Drangsness 2 milljónir kr. Verslun á Reykhólum 1,5 milljónir kr.

Allir styrkirnir eru vegna rekstrar á árinu 2024 nema sá síðastnefndi sem veittur er til undirbúnings verslunar á Reykhólum.

Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra. Í valnefnd sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur á Byggðastofnun, sem jafnframt er formaður og Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Með valnefnd starfaði Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun innviðaráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá

Innviðaráðuneytinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Drangar-12-08-2008.
Vefumsjón