Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. desember 2010 Prenta

Styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða.

Frá fyrri styrkúthlutun Menningarráðs.Mynd Ágúst G Atlason.
Frá fyrri styrkúthlutun Menningarráðs.Mynd Ágúst G Atlason.

Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fer fram í Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardaginn kemur, 11. desember og hefst athöfnin kl. 14:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls fá 30 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 70 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð rúmar 13 milljónir. Umsóknir sem teknar voru fyrir að þessu sinni voru 78. Styrkirnir fara til margvíslegra og spennandi verkefna í fjölbreyttum listgreinum og var að venju lögð áhersla á að styrkja verkefni sem fólu í sér nýsköpun eða samvinnu og fjölgun atvinnutækifæra tengd listum og menningu. Ekki er annað að sjá af umsóknum en að vestfirskt menningarlíf sé kröftugt og skapandi eins og verið hefur og sóknarhug og bjartsýni má lesa úr mörgum verkefnalýsingum.

Öllum styrkumsóknum sem bárust hefur verið svarað í tölvupósti á þau netföng sem gefin voru upp í umsóknum. Heildarlisti um styrkt verkefni verður síðan birtur á vef Menningarráðs Vestfjarða og sendur fjölmiðlum eftir athöfnina í Súðavík. Menningarráðið mun auglýsa aftur umsóknum fljótlega á nýju ári.

Athöfnin í Melrakkasetrinu í Súðavík á laugardaginn er öllum opin og þeir sem standa í eldlínunni í menningarstarfi á Vestfjörðum eru sérstaklega boðnir velkomnir, hvort sem þeir hafa fengið styrk að þessu sinni eða ekki.

Í lokin á formlegri athöfn verður boðið upp á veitingar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
Vefumsjón