Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011 Prenta

Sundmót á Reykhólum næsta þriðjudag.

Grettislaug.Mynd Reykhólar.is
Grettislaug.Mynd Reykhólar.is

Sameiginlegt sundmót UDN og HSS verður haldið í Grettislaug á Reykhólum þriðjudaginn 18. október nk. Mótið hefst kl. 17:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir. Þeta er tilvalið tækifæri fyrir krakkana okkar (og alla þá fullorðnu líka) til að sýna hvað í þeim býr, en sundkennsla hefur verið í gangi í nokkrum grunnskólanna á starfssvæði HSS undanfarnar vikur. Menn ættu því að vera í góðu formi.
Umf. Afturelding í Reykhólahreppi verður með pylsur og svala til sölu og því er um að gera að smella sér yfir nýja veginn okkar, keppa í sundi og eiga góðan dag.
Skráning fer fram í síma 6903825 (Herdís).Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.
Greinarnar á mótinu eru eftirfarandi: 8 ára og yngri - 25 m bringusund og 25 skriðsund 9-10 ára - 25 m bringusund, 25 m baksund og 25 m skriðsund 11- 12 ára - 50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 13-14 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 15-16 ára - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund og 25 m flugsund 17 ára og eldri - 50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund og 50 m skriðsund 100 m fjórsund (4x25m) flugsund, baksund, bringusund og skriðsund 4x50 m boðsund

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Veggir feldir.
  • Frá brunanum.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
Vefumsjón