Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2014 Prenta

Svavar Knútur á Mölinni- jólatónleikar.

Svavar Knútur við Djúpavík.
Svavar Knútur við Djúpavík.

Þrettándu tónleikarnir á Mölinni eru jólatónleikar Malarinnar sem verða haldnir í þriðja sinn þriðjudagskvöldið 16. desember á Malarkaffi. Að þessu sinni mun söngvaskáldið geðþekka Svavar Knútur heiðra Strandamenn og -konur með nærveru sinni og flytja jólalög, eigin og annarra í bland við annað efni.
Flateyringinn Svavar Knút Kristinsson þarf varla að kynna fyrir fólki. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna með einlægri og glaðhlakkalegri framkomu, einstakri söngrödd og vel smíðaðri tónlist. Á síðustu árum hefur hann sent frá sér þrjár sóló plötur auk jólaplötunnar "Eitthvað fallegt" sem hann gerði í félagið við Kristjönu Stefánsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Svavar Knútur hefur vanið komur sínar á Strandir um nokkurt skeið og m.a. haldið tónleika á Hólmavík og í Djúpavík.
Á undan Svavari mun Borko bregða sér í jólagírinn og flytja nokkur lög venju samkvæmt. 
Tónleikarnir hefjast kl.21:30 en húsið opnar hálftíma fyrr.
Miðaverð er 2000 kr.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
Vefumsjón