Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. júní 2010 Prenta

Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur með sameiginlega tónleika.

Raddbandafélag Reykjavíkur.
Raddbandafélag Reykjavíkur.
1 af 2
Hamingjudagar á Hólmavík innihalda sem fyrr heilmikla tónlistarveislu. Föstudagskvöldið 2. júlí munu Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Bragganum á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl 20 og miðaverð er krónur 1500 en frítt fyrir börn.

Svavar Knút ætti vart að þurfa að kynna en hann hefur spilað víða um land með hljómsveitinni Hraun og einnig kemur hann gjarnan fram sem trúbador,  með gítar og okulele. Undanfarna fimm mánuði hefur Svavar verið á tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur auk þess gegnum tíðina haldið tónleika víða um heim. Þetta er í annað sinn sem Svavar heiðrar Hamingjudaga með nærveru sinni en í fyrra hélt hann tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Árstíðum.  Nánari upplýsingar um Svavar Knút og tónlist hans er að finna á vefsíðunni myspace.com/mrknutur auk þess sem hann er á facebook.

Raddbandafélag Reykjavíkur er sönghópur sem hefur faglegan metnað að leiðarljósi en félagslega hliðin er aldrei langt undan og léttleiki svífur yfir vötnum. Hvort tveggja er látið haldast í hendur og vera gagnverkandi í allri starfsemi sönghópsins. Viðfangsefnin spanna vítt svið og tekur kórinn fyrir lög af ólíkum stíltegundum og frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar og syngur Raddbandafélagið hvort sem er án eða með undirleiks. Á fjölbreyttri efnisskrá sönghópsins er m.a. að finna íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, barbershop lög og erlend dægurlög í léttri sveiflu. Stjórnandi Raddbandafélagsins er Steingrímur Þórhallsson sem um tíma var tónlistarkennari og organisti á Hólmavík en hefur í nokkur ár verið organisti í Neskirkju. Upplýsingar um Raddbandafélagið er að finna á vefsíðunni Raddbandafélag.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón