Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. október 2009
Prenta
Svínaflensusprauta og ófærð.
Læknirinn á Hólmavík kom norður í dag til að sprauta þá fyrstu sem fá svínaflensusprautu eða núna í þessari ferð tíu manns sem eru í forgangi.
Lækninum og bílstjóra hans gekk ferðin hálf brösuglega norður vegna ófærðar,sátu fastir á Kjörvogshlíðinni og bíll fór að norðan til að draga læknisbílinn upp.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum fyrr í dag sýndi Vegagerðarvefurinn að aðeins væri þæfingur norður og greiðfært innansveitar,en nú er loksins búið að breyta því og nú er sagt þungfært norður og krapi og snjór innansveitar Norðurfjörður-Gjögur sem er alveg rétt.
Vegurinn er eingöngu fær stórum jeppum.