Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. maí 2009 Prenta

Sýningin Ferðalög og Frístundir.

Hótel Djúpavík er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtækja í Árneshreppi.
Hótel Djúpavík er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtækja í Árneshreppi.
Ágætu Ferðaþjónar á Vestfjörðum,

Nú er komið að því ferðaþjónustusýningin "Ferðalög og Frístundir" verður haldin um helgina (8. - 10.maí) í Laugardalshöll.
Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni undir merkjum Vestfjarða og er hann hluti af sameiginlegum sýningarhluta allra landshluta.

Bás Vestfjarða ásamt staðsetningu má sjá á þessum hlekk:

http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/48/

(ATH. útfærslan á básnum er bara dæmi, enn á eftir að raða inn aukahlutum, borðum og stólum.)

Dagskrá sýningarinnar er sem hér segir:
Föstudag 8. maí kl. 16.30-19.00
Laugardag 9. maí kl. 11-18
Sunnudag 10. maí kl. 11-17
 

Aðgöngumiðar
Almennir gestir: Kr. 750
Námsmenn, eftirlaunaþegar, og öryrkjar: Kr. 500
Frítt fyrir börn yngri en 14 ára en þau verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Aðgöngumiðinn gildir í einn dag.
 

Öllum ferðaþjónum gefst tækifæri á að koma og kynna sig og Vestfirði allan, eða hluta sýningarinnar. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Jón Pál í jonpall@westfjords.is. Markaðsstofan mun halda utanum þátttöku ferðaþjóna og skipuleggja viðveru á básnum. Þeir sem standa og kynna á básnum fá boðsmiða sem gildir alla sýninguna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
Vefumsjón