Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. desember 2011 Prenta

Systkini unnu í jólahappdrætti.

Systurnar Aníta Mjöll og Magnea Fönn draga út vinningshafa.
Systurnar Aníta Mjöll og Magnea Fönn draga út vinningshafa.
1 af 3

Dregið var út í jólahappdrætti útibús Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði í gær á Þorláksmessu. En happdrættiskassi hefur verið í versluninni frá byrjun desember þar sem viðskiptavinir stinga úttektarmiða í kassann og hafa skrifað nafnið sitt á miðann. Systurnar frá Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn fengu það hlutverk að draga og drógu þær fyrst Ágústu Sveinbjörnsdóttur Norðurfirði og fékk hún 15.000 kr. vöruúttekt, síðan drógu þær Sigurstein Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík út og hlýtur hann 10.000 kr. vöruúttekt. Þetta er í fyrsta skiptið sem dregið er út í jólahappadrætti í kaupfélaginu í Norðurfirði. Enn í aðalstöðvum Kaupfélagsins á Hólmavík hefur það tíðkast um nokkur ár. Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar Í Norðurfirði óskar öllum viðskiparvinum  Gleðilegarar hátíðar og farsældar á komandi ári. Ekki náðist í Sigurstein bónda hinn vinningshafan til myndatöku enda mikið fjör og nóg að gera í fjárhúsunum nú um fengitímann.

Edda Hafsteinsdóttir sendi vefnum myndirnar sem fylgja hér með.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
Vefumsjón