Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2010 Prenta

TF-Sif fór í ískönnunarflug.

Radarmynd úr TF-SIF sem sýnir ísjaðarinn.
Radarmynd úr TF-SIF sem sýnir ísjaðarinn.
Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi kom í ljós að hafís var staðsettur næst landi um 48 sjómílur VNV af Grímsey, 46 sjómílur ANA af Horni. 34 sjómílur norður af Skagatá og 25 sjómílur NNV af Straumnesi. Kallað var í skip kl. 00:03 sem statt var norðaustur af Horni, á leið til Ísafjarðar, til að fá upplýsingar um ísinn sem hann sigldi í gegnum. Sigldi hann þá í gegnum dreifar og þéttan ís. Um hálftíma síðar hafði skipið samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um ca 30 metra háan borgarísjaka á stað: 67°10,45´N-020°14,7´V sem sást allvel í ratsjá. Þéttleiki hafíss í næsta nágrenni var þá um 3/10.

Búist er við að hafísinn kunni að færast nær landi þegar vindur snýst í sterka norðvestanátt í dag og síðan í norðanátt.
Segir á vef Landhelgisgæslu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Söngur.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
Vefumsjón