Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. mars 2018 Prenta

Talsverðar rafmagnstruflanir urðu í gær.

Frá Geiradal.
Frá Geiradal.

Töluverðar rafmagnstruflanir urðu á öllum vestfjörðum skömmu eftir hádegi í gær. Vesturlína leysti út í Geiradal og Mjólká og olli það straumleysi á öllum Vestfjörðum um stund. Varaaflsvélar í Bolungarvík komu fljótlega inn og varð straumleysi því stutt á norðanverðum Vestfjörðum. Varaaflsvélar voru settar í gang á sunnanverðum fjörðunum. Lengst var spennuleysi í Dýrafirði. Orsök þessarar útleysingar er bilun á Tálknafjarðarlínu. Tálknafjarðarlína, sem er í eigu Landsnets, liggur frá Mjólká til Tálknafjarðar og sér sunnanverðum Vestfjörðum fyrir rafmagni. Óvenjulegar veðuraðstæður á þessu svæði ollu einnig tjóni á Bíldudalslínu.  Ísing hefur myndast og er í.þ.m. einn staur brotinn í Tálknafjarðarlínu, slár og vír í sundur.  Viðgerð er að hefjast og verður vonandi hægt að ljúka þeim fyrir kvöldið. Á meðan eru varaaflsvélar Orkubús Vestfjarða keyrðar og ætti þetta ekki að valda forgangsnotendum frekari óþægindum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
Vefumsjón