Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2012 Prenta

Talsvert um viðhald hjá bændum í sumar.

Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
Járn komið á fjárhús í Árnesi 2.
1 af 5

Bændur hafa verið talsvert í sumar að skipta um járn og í öðru viðhaldi í sumar á peningshúsum sínum og aðrir einnig með viðhald á íveruhúsum sínum. Bændur í Árnesi 2. riðu á vaðið eftir sauðburð og búið var að bera á tún og önnur vorútiverk voru búin. Árnesbændur skiptu um allt járn á fjárhúsum og skiptu um einangrun í fjárhúslofti. Á Kjörvogi var haldið áfram að skipta um bita og setja nýjar grindur í eitt hús og jötu,en eitt hús var tekið í fyrra,en fjárhús skiptast í þrjú hús,tveir garðar í hverju húsi. Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni skipti um gafl í fjárhúsum hjá sér,og glugga og hurðir. Á Krossnesi fékk Úlfar Eyjólfsson múrara í um viku til að gera við steypuskemmdir og pússa,einnig var þar málað allt íbúðarhúsið að utan. Einnig skipti Þórólfur Guðfinnsson um allt járn á sínu húsi í Norðurfirði og setti nýjar lektur á sperrurnar. Gunnsteinn Gíslason í Norðurfirði lét klæða gamla frystihúsið að utan,en þar er nú gistiheimilið Bergistangi sem þau reka Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn. Árneshreppur var með eitthvert viðhald á eignum sveitarfélagins,lét mála að innan Kaffi Norðurfjörð áður en opnað var í vor. Einnig lét hreppurinn steypa nýjar gangstéttir við félagsheimilið og við kaupfélagshúsið og mála glugga og annað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Náð í einn flotann.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Húsið fellt.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
Vefumsjón