Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2015 Prenta

Tara góður leiðsöguhundur.

Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
Tara við hellismunnan. Mynd Árni B S.
1 af 5

Það hefur sínt sig að hundurinn Tara heimilishundurinn í Litlu-Ávík hefur staðið sig vel sem leiðsöguhundur út í Dugguholu og í Þórðarhelli. Þaulvant ferðafólk sem fór út í Þórðarhellir í sumar, sagðist aldrei hafa vitað um hund sem leiðbeinir svona vel. Gengið er frá Litlu-Ávík í Norðaustur út á svonefnd Nes og síðan út á Lambanes þar sem Dugguhola er, en Dugguhola er sjávarhellir þar sem myndast mikið skvamp og drunur í vissum sjógangi, og einnig segir sagan það að gat eigi að vera þaðan upp í svonefndan Mýrarhnjúk sem er sérstakur hnjúkur við Mýrarhnjúksvatn, en upp á hnjúknum er þúfa og maður hafi átt að stinga staf sínum niður í þúfuna og stafurinn fundist við Dugguholu. Tara hafi gengið með fólkið fyrst út á Lambanestangann og lagst niður þar sem hægt er að horfa inn í sjávarhellismunnan. Síðan hélt Tara áfram sem leið liggur út í Þórðarhellir og leit oft við til að athuga hvort fólkið fylgdi ekki á efir, og síðan að hellismunnanum. Þórðarhellir er austarlega í Rykjaneshyrnu og aðeins hægt að ganga þangað frá Litlu-Ávík. Þórðarhellir er hvelfing um tíu til fimmtán metrar að gólffleti. Þar hafi útilegumaður átt að halda til. Þetta er um klukkutíma ganga aðra leiðina í hellinn, og mikið er um ferðafólk sem leggur leið sína þangað. Árni B Stefánsson ferðamaður sendi vefnum myndir í sumar af gönguferðinni í hellinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
Vefumsjón