Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. febrúar 2010 Prenta

Telja jafnræðisregluna vera brotna.

Djúpavík.
Djúpavík.
Bæjarins besta.
Vertarnir á Hótel Djúpavík, hjónin Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir, undirbúa stjórnsýslukæru vegna þeirra ákvörðunar samgönguráðherra að hætta snjómokstri í Árneshreppi. Eva segir ákvörðunina koma mikið niður á rekstri hótelsins. „Við fengum gesti í janúar og febrúar en um leið og vegurinn lokast þá vitaskuld stoppar allt. Við erum bara að reyna berjast fyrir tilverurétti okkar því við verðum eins og aðrir að fá eitthvað í kassann til að geta borgað skatta og skyldur." Hún segir málið vera á byrjunarstigi en það sé langt og flókið ferli sem felst í því að leggja fram stjórnsýslukæru. „Maður stekkur ekkert bara út í svona. En við ákváðum að fara út í þetta því við teljum að jafnréttisreglan í stjórnsýslulögunum sé brotin þar sem við höfum ekki sömu möguleika og samkeppnisaðilar okkar fyrir sunnan eftir að mokstri var hætt."

Ákvörðunin um að hætta snjómokstri í Árneshreppi eftir 1. nóvember, var tekin í haust sem liður í sparnaðaraðgerðum. „Það er undarlegt að það virðist sem fólk haldi að það sé hægt að brjóta lög þegar fámenn byggðarlög eiga í hlut. Eiga íbúar þeirra ekki rétt á jafnrétti eins og aðrir?" Nú hefur einnig verið ákveðið að hætta flugi til Gjögur í fjóra mánuði á ári og hefur heyrst að hreppsbúar séu síður en svo sáttir við það.

„Það á að hætta flugi hingað á háannatíma, frá júní fram í september, og það á víst að vera í lagi því þá er vegurinn opinn. Mér finnst það undarleg rök því önnur sveitarfélög hafa opnar samgöngur allan ársins hring en ekki er flugi hætt þangað," segir Eva. Hún bendir á að annars staðar þar sem flugsamgöngur voru skornar niður sé ekki nærri því um eins mikinn niðurskurð að ræða. „T.d. á að fella niður eina ferð af átta á Hornafjörð og eitthvað álíka á Sauðárkróki en hvergi annars staðar er því alveg hætt."
Nánar á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón