| föstudagurinn 15. janúar 2010
Prenta
Klukkan hálfeitt í dag kom ný Strandastelpa í heiminn, dóttir Ingvars Bjarnasonar og Elísu Valgeirsdóttur. Hún er hraust og tápmikil, 48 sentimetrar og 14 merkur.
Litla telpan er þriðja barn Elísu og Ingvars, fyrir eiga þau Þóreyju, 5 ára, og Kára sem er á níunda ári. Þau fluttu í Árneshrepp á síðasta ári, en Elísa er uppalin í Árnesi, dóttir Valgeirs Benediktssonar og Hrefnu Þorvaldsdóttur.
Nýi íbúinn okkar bætist í fríðan flokk stúlkna í Árneshreppi. Í skólanum eru þær Júlíana Lind Guðlaugsdóttir (12 ára) og Ásta Ingólfsdóttir (9 ára), Þórey byrjar í Finnbogastaðaskóla í haust, en næstar í aldri koma systurnar fjörugu í Bæ, Aníta (3 ára) og Magnea (bráðum 2 ára) og síðan Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir sem fæddist 20. maí á síðasta ári. Kári verður því enn um hríð að halda uppi merki stráka í Árneshreppi!
Litli-Hjalli óskar Ingvari og Elísu, Kára og Þóreyju, og öðrum ættingjum og vinum, hjartanlega til hamingju.
Það var stelpa!
Litla telpan er þriðja barn Elísu og Ingvars, fyrir eiga þau Þóreyju, 5 ára, og Kára sem er á níunda ári. Þau fluttu í Árneshrepp á síðasta ári, en Elísa er uppalin í Árnesi, dóttir Valgeirs Benediktssonar og Hrefnu Þorvaldsdóttur.
Nýi íbúinn okkar bætist í fríðan flokk stúlkna í Árneshreppi. Í skólanum eru þær Júlíana Lind Guðlaugsdóttir (12 ára) og Ásta Ingólfsdóttir (9 ára), Þórey byrjar í Finnbogastaðaskóla í haust, en næstar í aldri koma systurnar fjörugu í Bæ, Aníta (3 ára) og Magnea (bráðum 2 ára) og síðan Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir sem fæddist 20. maí á síðasta ári. Kári verður því enn um hríð að halda uppi merki stráka í Árneshreppi!
Litli-Hjalli óskar Ingvari og Elísu, Kára og Þóreyju, og öðrum ættingjum og vinum, hjartanlega til hamingju.