Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. nóvember 2011 Prenta

Þér er boðið í brúðkaup.

Grand Hótel Reykjavík.
Grand Hótel Reykjavík.

Brúðkaupssýning Grand Hótels Reykjavíkur og Garðheima verðu haldin sunnudaginn 13. nóvember á milli kl. 13 og 17. Sýningin er haldin á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni 38.

Á  brúðkaupssýningunni verður m.a. brúðakjólasýning, sýning á brúðarsvítum Grand Hótels og kynntar verða vörur og þjónusta tengdum brúðkaupum og brúðkaupsveislum. Gestum gefst einnig kostur á að skoða og smakka á brúðarkökum og veitingum fyrir brúðkaup. Auk þess verða fjölmörg tónlistaratriði.

 

Á sýningunni eru ung brúðhjón sem ætla að láta pússa sig saman í Miðgarði á Grand Hótel Reykjavík og einnig munu þau halda brúðkaupsveisluna þar. Allir þeir sem mæta á brúðkaupssýningu er sérstaklega boðið í athöfnina og einnig veisluna á eftir. Athöfnn fer fram kl. 14:30.

 

Dagskrá Brúðkaupssýningar Grand Hótels og Garðheima

Kl. 13.00 Þórunn Erna Clausen setur sýninguna í Gullteig

Kl. 13.30 Guðrún Árný Karlsdóttir syngur inn  í Gullteig.

Kl. 14.00 Brúðakjólasýning í Miðgarði.

Kl. 14.30 Brúðkaup í Miðgarði.

Kl. 15.00 Soffía Karlsdóttir syngur inn í Gullteig

Kl. 15.30 Guðbjörg Magnúsdóttir syngur inn í Gullteig

Kl. 16.00  Dregið úr Brúðkaupsleiknum.

Kl. 16.30  Soffía Karlsdóttir syngur inn í Gullteig

 

Í tengslum við Brúðkaupssýningu er í gangi spennandi brúðkaupsleikur þar sem m.a. er hægt að vinna brúðkaupsveislu á Grand Hótel Reykjavík að andvirði einnar milljón króna. Fjöldi annarra vinningar verða dregnir út á sjálfri sýningunni þann 13. nóvember, og einnig í aðdraganda sýningarinnar, en aðalvinningurinn verður dreginn út í beinni útsendingu á Létt Bylgjunni,  föstudaginn 18. nóvember.

 

Grand Hótel Reykjavík er fyrsta flokks ráðstefnuhótel með 312 herbergjum, 14 ráðstefnu- og veislusölum ásamt veitingastaðnum Brasserie Grand.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón