Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. apríl 2012 Prenta

Þóra Arnórsdóttir í forsetaframboð.

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Þóru Arnórsdóttur um forsetaframboð.
Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fundið fyrir hvatningu víða að frá fólki með

ólíkan bakgrunn og reynslu um að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands. Ég hef

farið yfir þessi mál með fjölskyldu minni og vinum og hefur stuðningur þeirra verið mér

ómetanlegur.

Hlutverk forseta Íslands er fyrst og fremst að vera málsvari þjóðarinnar heima og

heiman og halda á lofti merki lands og þjóðar af festu og hógværð. Við gerum ríka

kröfu til forseta um að hann nái að sameina þjóðina, forseti á að stuðla að sátt í

samfélaginu. Þetta hlutverk er ekki síst mikilvægt nú þegar traust á mörgum stofnunum

samfélagsins hefur beðið hnekki.

Forsetinn á að leiða saman ólíka hópa og skoðanir og hjálpa þannig til við uppbyggingu

samfélagsins með virðingu fyrir jafnrétti, frelsi og mannúð. Virðingarleysi og sundrung

mega aldrei festast í sessi á Íslandi. Slík gildi grafa undan því samfélagi sem við öll

viljum búa í.

Það þarf samstöðu á Alþingi til að leiða til lykta þau ágreiningsmál sem brenna á

þjóðinni. Þótt forsetinn taki ekki afstöðu til pólitískra deilumála á hann ekki að vera

áhrifalaus. Forsetinn er eini þjóðkjörni embættismaðurinn og honum ber að fylgjast

grannt með samfélagi sínu og vera öryggisventill þegar nauðsyn krefur. Forsetinn verður

að tryggja að þjóðin fái undanbragðalaust að hafa lokaorðið í stórum málum sem snerta

fullveldi hennar og sjálfstæði.

Mikil áskorun felst í því að gegna embætti forseta Íslands. Ég er tilbúinn að axla þá

ábyrgð og takast á við þau verk sem forseti verður að sinna. Að vandlega íhuguðu máli

hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
Vefumsjón