Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. október 2009
Prenta
Þrír ráðgjafar um raforkuöryggi skipaðir.
Skipaður hefur verið 3.ja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum, þá Matthildur Helgadóttir Jónudóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og Þorleifur Pálsson framkvæmdastjói Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Iðnaðarráðherra hefur falið hópnum að leggja einnig mat á það til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu fjórðungsins með tilliti til atvinnuuppbyggingar á orkufrekum iðnaði.
Samkvæmt skipuninni á hópurinn að hafa samráð við sveitafélög á Vestfjörðum og skila greinagerð til ráðherra fyrir næstu áramót.
Þetta kom fram í fréttum RÚV vest í dag.