Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. nóvember 2022
Prenta
Þrír sumrungar.
Þegar smalað var heimasmölun hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík 8 september í haust komu þrír sumrungar með fénu. Þrjár ær hafa borið úti seint í sumar. Enn bændur telja þá hafa verið um hálfsmánaða til þriggja vikna gamla þarna þegar smalað var. Þetta eru tvö hrútlömb og ein grá lambgimbur. Nú er allt fé komið á gjöf og verið að rýa, (klippa), ekki verða þessi litlu lömb rúin.
Það dálítið sérstakt að þrjár ær hafi borið í sumar sem leið.