Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2017 Prenta

Tilkynning frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.
Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.

Nú fer tími sauðfjársmölunar í hönd. Rétt er að minna, bæði smala og ökumenn, á að gæta varúðar og sýna gagnkvæma tillitssemi svo allt fari vel. Þannig er mikilvægt að þeir smalar sem nota ökutæki á vegi hagi akstri í samræmi við umferðarlög þannig að umferð gangi greiðlega fyrir sig. Sömuleiðis er mikilvægt að ökumenn sem leið eiga framhjá sauðfé í rekstri dragi tímanlega úr ökuhraða og sýni fé og smölum tillitssemi.

Lögreglunni hafa borist, í gegnum tíðina, kvartanir frá smölum um að ökumenn aki oft á tíðum hratt framhjá, þrátt fyrir að safn sé komið að vegi og smalar í kring, jafnvel noti bílflautu til að reka fé frá. Þá hafa borist kvartanir um að smalar hagi akstri sínum á vegum með aðfinnsluverðum hætti, s.s. aki á öfugum vegarhelmingi eða stöðvi ökutæki á miðjum vegi sem dæmi má nefna.

Gangkvæm tillitssemi er farsælust í umferðinni sem og öðrum samskiptum samborgaranna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Söngur.
  • Húsið 29-10-08.
Vefumsjón