Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. mars 2013 Prenta

Tilraun til innblásturs/blandað á staðnum.

Ritlistarnemarnir fyrir utan Gistiheimilið ásamt Vígdísi Grímsdóttur.
Ritlistarnemarnir fyrir utan Gistiheimilið ásamt Vígdísi Grímsdóttur.
1 af 2
Þann 21. mars komu hingað í Árneshrepp 23 meistaranemar í ritlist frá Háskóla Íslands. Þeir dvöldu í Norðurfirði í fimm daga við skapandi skrif sem Vigdís Grímsdóttir rithöfundar hafði umsjón með. Vigdís segir fólkið hafa verið einstaklega skemmtilegt og gefandi og að tíminn með því hafi verið ógleymanlegur. "Já, stemmningin hefur verið bæði rífandi og hrífandi svo vægt sé til orða tekið. Þau hafa svo sannarlega leikið ritlistir sínar hérna í Kaffihúsinu frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin. Það var sko ekkert slegið af og ekkert gefið eftir. Þau sváfu raunar varla nema rétt blánóttina, en notuðu allan frítíma sem þau höfðu til að njóta sín hérna í sveitinni. Þetta voru sko góðir og kraftmiklir gestir sem kunnu ekki bara að skapa heldur að gefa líka" segir Vigdís.

Veðurguðirnir hafa reyndar verið í hátíðarskapi og sveitin hefur skartað sínu fegursta í einmunablíðu alla dagana fimm sem ritlistarnemarnir dvöldu hérna. Þeim bar saman um að hin undursamlega náttúra Árneshrepps hafi dekrað við sköpunargleði þeirra og aukið þeim innblástur. Til gamans má geta þess að námskeiðið var kallað Tilraun til innblásturs/ blandað á staðnum og mun það hafa vera réttnefni og tilraunin og blandan öll tekist með ólíkindum vel.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón