Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. mars 2011 Prenta

Tíminn nýr vefmiðill.

Vefsíðan Tíminn .is
Vefsíðan Tíminn .is
Tíminn.is, íslenskur fréttamiðill, opnaði nýjan vef sinn miðvikudaginn 23 mars. Vefurinn  www.timinn.is er í eigu Útgáfufélags Tímans ehf, en ritstjóri er Valur Jónatansson sem er Vestfirðingur.
Valur segir í viðtali við mbl.is að stefna síðunnar sé að leggja áherslu á innlendar fréttir. Ritstjórinn segir að Tíminn ætli ekki að fara í samkeppni við stóra fréttamiðla á borð við mbl.is og vísi.is. Er ætlunin að skapa vefnum sérstöðu með mikilli umfjöllun utan af landi. Valur segir að meðal annars verði stuðst við héraðsfréttamiðla við fréttaöflun.
Margir kannast við einkennismerki og nafn vefsins. Valur segir að það sé ágætt að endurvekja Tímann. Lesendur kannist við nafnið.
Framsóknarflokkurinn á nafnið og lénið, en útgáfufélagið leigir það af flokknum. Þessi vefur er þó ekki rekinn af Framsóknarflokknum. „Að öðru leyti er þetta ekki tengt Framsóknarflokknum. Þetta á algjörlega að vera hlutlaus vefur, opinn öllum og óháður," segir Valur,við mbl.
Nánar hér á mbl.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Kristín í eldhúsinu.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Úr sal.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón