Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. júní 2009 Prenta

Tónleikar Bjarna Ómars annað kvöld á Kaffi Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
Bjarni Ómar Haraldsson tónlistamaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík  gaf út diskinn Fyrirheit sl. Haust.

Diskurinn inniheldur 12 lög eftir Bjarna og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum.

Ástin og samskipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð.

Bjarni mun kynna plötuna ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara á veitingastaðnum Kaffi Norðurfirði laugardagskvöldið 27.júní og hefjast tónleikarnir kl:20:00.

Vakin er athygli á að frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
Vefumsjón