Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. nóvember 2011 Prenta

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fær hæsta styrkinn.

Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.-
Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.-

Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni. Ánægjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem fá styrki nú snúast að hluta eða öllu leyti um vinnu við listsköpun með börnum og ungmennum. Menningarstarfsemi með þessum aldurshópi var einmitt einn af þeim áhersluþáttum sem horft var sérstaklega til að þessu sinni. Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals að upphæð 12.350.000.- Styrkirnir eru á bilinu 100 þúsund til 1,2 milljónir, en það var tónlistarhátíðin Við Djúpið sem fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Alls bárust 85 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráð hefði gjarnan viljað veita fleiri styrki og hærri, en því miður eru fjármunir takmarkaðir. Því þarf að hafna ýmsum áhugaverðum verkefnum og svo fá margir styrkþegar nokkru lægri upphæðir en þeir óskuðu eftir. Samtals hefur Menningarráð Vestfjarða gefið vilyrði fyrir 27 milljónum í styrki til menningarverkefna á Vestfjörðum á árinu 2011. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfanaðar í verkefnum sínum. Næst verður auglýst eftir umsóknum snemma á nýju ári.

 

Í Menningarráði Vestfjarða sitja Leifur Ragnar Jónsson formaður, Gerður Eðvarsdóttir varaformaður, Arnar S. Jónsson, Jóna Benediktsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Menningarráðið sér alfarið um að fjalla um og afgreiða umsóknir.

 

 

Styrkir til menningarverkefna við aðra úthlutun árið 2012:

 

Tíunda tónlistarhátíðin Við Djúpið - nýjar áherslur (Við Djúpið, félag) - 1.200.000.-

Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíð á Ísafirði páskana 2012 (Aldrei fór ég suður, félag) - 800.000.-

 

Skáldið á Þröm (Kómedíuleikhúsið) - 600.000.-

Frásagnasafnið (Þjóðfræðistofa og Skaftfell - menningarmiðstöð Austurlands) - 600.000.-
Vestfirskar þjóðsögur í nútímabúning - söngleikur fyrir börn (Vestfirska skemmtifélagið) - 600.000.-

 

Baunagrasið - Aqustic tónlistarhátíð á Bíldudal (Gísli Ægir Ágústsson) - 500.000.-

Bjálfansbarnið og bræður hans (Kómedíuleikhúsið) - 500.000.-

Fjörulalli og hafmaður í fullri stærð (Félag áhugamanna um skrímslasetur) - 400.000.-

Kynnumst tónlistararfinum (Tónlistarskóli Ísafjarðar) - 400.000.-
Smiðjan. Listsköpun og sjálfstyrking unglinga (Matthildur Helgadóttir Jónudóttir og Auður Ólafsdóttir) - 400.000.-

WAF - Westfjord Art Fest (Litli Vísir ehf) - 400.000.-

Smalaraunir (Sauðfjársetur á Ströndum) - 400.000.-

Fjallkonan frá Dýrafirði (Sögumiðlun ehf) - 300.000.-

Sumarleikhús barnanna Vestfjörðum (Þröstur Leó Gunnarsson) - 300.000.-
Farandmyndahátíðin - Flækja (Þjóðfræðistofa) - 300.000.-
Hjólabókin: Vestfirðir (Ómar Smári Kristinsson) - 300.000.-

Sjóræningjaskólinn (Sjóræningjahúsið) - 300.000.-
Tíu þjónar og einn í sal (Leikfélag Patreksfjarðar) - 300.000.-

Húmorsþingið - Vetrarhátíð á Ströndum (Þjóðfræðistofa) - 300.000.-
Sambahátíð - listahátíð til styrktar listasafni Samúels Jónssonar að Brautarholti í Selárdal (Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal) - 300.000.-

 

Martinus Simson, yfirlitssýning á ljósmyndum (Sigurður Gunnarsson) - 250.000.-

 

Menningarminjakort fyrir Skálavík (Náttúrustofa Vestfjarða) - 200.000.-

Rafræn myndlistarsýning Muses.is á Ísafirði (Rakel Sævarsdóttir) - 200.000.-
Heklumót 21.-23. apríl 2012 (Karlakórinn Ernir) - 200.000.-

Ungmenni á Vestfjörðum (Einar Bagi Guðmundsson) - 200.000.-

Saga í myndum - Sögusýning í Einarshúsi (Einarshúsið ehf) - 200.000.-
Hvítabjörn í heimsókn (Melrakkasetur Íslands) - 200.000.-

Óperettudrottningin Sigrún Magnúsdóttir - sögusýning (Ópera Vestfjarða) - 200.000.-

Vestfirska leikárið 2011-2012 (Act Alone) - 200.000.-

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón