Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júní 2021 Prenta

Tónlistarmessa í Árneskirkju sunnudaginn 20. júní kl. 14.

Árneskirkja.
Árneskirkja.

Tónlistarmessa í Árneskirkju sunnudaginn 20. júní kl. 14.

Vígt verður nýtt veglegt orgel sem hjónin Ágúst Herbert Guðmundsson og Guðrún Gísladóttir á Akureyri gáfu Árneskirkju. Orgelið er af gerðinni Viscount Prestige 80 með þremur hljómborðum og fótpetal. Ágúst lést úr MND sjúkdómnum í janúar síðastliðnum.

Allir sem fram koma eru fyrsta klassa tónlistarmenn. Mun Guðmundur H. Guðjónsson leika á orgelið á tónleikunum en hann er faðir Ágústar og ættaður frá Kjörvogi. Védís Guðmundsdóttir flautuleikari er dóttir Guðmundar H. Guðjónssonar. Aðrir flytjendur eru Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Gissur Páll Gissurarson, tenór.

Stefnt er að því að tónleikar af þessu kaliberi verði árlegur viðburður í Árneskirkju.

Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
Vefumsjón