Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. september 2009 Prenta

Tvær pósdreyfingastöðvar leggjast niður.

Edda og Jón G G.Myndina tók Eva Sigurbjörnsdóttir.
Edda og Jón G G.Myndina tók Eva Sigurbjörnsdóttir.
Nú um mánaðarmótin ágúst september voru tvær dreyfingastöðvar lagðar niður í Árneshreppi,það eru stöðvarnar 522 á Kjörvogi og 523 í Bæ,en stöðin á Norðurfirði 524 heldur áfram.

Nú hefur Íslandspóstur h/f samið við Kaupfélag Steingrímsfjarðar að sjá um póstinn í Árneshreppi.

Þannig að nú verður ein bréfhirðing í hreppnum,Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir sér um póstþjónustuna á Norðurfirði og hefur reyndar gert síðan í vor að Gunnsteinn Gíslason sagði póstinum upp.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Íslandspóstur samdi í ágúst við Jón Guðbjörn Guðjónsson um að vera póstur Gjögurflugvöllur-Norðurfjörður og dreifa póstinum á bæjina,en almennur póstur á að koma sorteraður að sunnan á heimilin,en póstkröfur og pakka sem þarf að borga undir afgreyðir pósturinn um leið og dreift er á bæina svo framarlega að einhver sé heima og borgar um leið,annars fer viðkomandi pakki á póststöðina á Norðurfirði og fólk verður að sækja þangað á póststöðina.

Fyrsta póstferðin eftir breytingar var farin í gær fimmtudaginn 3 september.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Pétur og Össur.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón