Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2015 Prenta

Tveir bátar verða á grásleppuveiðum.

Sædís ÍS-67.
Sædís ÍS-67.
1 af 2

Aðeins tveir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði þessa grásleppuvertíð. Hinn vel þekkti Reimar Vilmundarson kom á sínum bát Sædísi ÍS-67 þann 18. mars og lagði strax þann 20. Nokkur ár eru síðan Reimar hefur verið á grásleppu frá Norðurfirði. Hinn báturinn er Snorri ST-24. sem Jón Eiríksson í Nátthaga við Víganes gerir út,hann mun ætla að leggja í næstu viku. En Jón lagði hákarlalóðir fyrir nokkru. Ekkert er verkað á Norðurfirði en öllu keyrt í burtu. Í dag er komin skammvinn norðan bræla.

Á vorjafndægri, föstudag 20. mars kl 08:00 var heimilt að leggja netin og hefja veiðar.  Óvíst er hversu marga daga hvert veiðileyfi gildir, en bráðabirgðaákvörðun gerir ráð fyrir 20 dögum.  Á síðustu vertíð voru veiðidagar 32.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
Vefumsjón