Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. mars 2012 Prenta

Tveir styrkir í Árneshrepp frá Húsafriðunarnefnd.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.

Húsfriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2012 úr Húsafriðunarsjóði. Alls bárust 321 umsókn um styrki til endurbóta og viðhalds á varðveisluverðum húsum vítt og breytt um landið og gerð húsakannana og rannsókna. Af þeim voru 91 ný og 26 umsóknir til Fjárlaganefndar Alþingis. Alls voru veittir 172 styrkir fyrir samtals kr. 95.450.000, en af þeim komu kr. 26.800.000 beint úr Fjárlaganefnd. Tveir styrkir fóru í Árneshrepp það voru Síldarverksmiðjan Djúpavík sem byggð var 1935 sem fékk 700 þúsund. Og einnig fékk Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði sem byggð var 1942 styrk uppá 350 þúsund. Hér er listi yfir úthlutanir Húsafriðunarnefndar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Mundi í gatinu.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón