Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2014 Prenta

Umhleypingar um helgina.

Svolítið hefur snjóað í Árneshreppi undanfarna daga.
Svolítið hefur snjóað í Árneshreppi undanfarna daga.

Veðurstofa Íslands spáir umhleypingum um helgina,annars er spáin svona fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Norðan 3-8 m/s og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Gengur í suðaustan 8-15 undir kvöld með snjókomu og hita um frostmark. Suðvestan 5-13 í nótt og á morgun, dálítil él og heldur kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag: Norðan 5-15 m/s, hvassast austast. Snjókoma og síðar él á N- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Frost 2 til 10 stig.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-10 m/s framan af degi, víða bjart veður og talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, hvassviðri eða stormur með snjókomu S- og V-lands um kvöldið. Minnkandi frost.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Dregið upp.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón