Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2010 Prenta

Umsóknarfrestur rennur út 28 mars 2010.

Umsóknarfrestur rennur út sunnudagskvöldið 28 mars 2010.
Umsóknarfrestur rennur út sunnudagskvöldið 28 mars 2010.

Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar ráðsins á árinu 2010 rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld, þann 28. mars. Hægt er að senda inn umsóknir í gegnum rafrænt form á vefsíðu Menningarráðsins - www.vestfirskmenning.is - eða sem viðhengi í tölvupósti. Einnig má póstsenda umsóknir. Úthlutunarreglur má nálgast á vef ráðsins en að þessu sinni verður sérstaklega litið til verkefna sem lúta að eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu, nýsköpun í verkefnum tengdum menningu, fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi. Alls kyns önnur menningarverkefni eiga þó einnig möguleika á styrk.

Á árinu 2009 fengu samtals 85 verkefni styrki frá Menningarráði Vestfjarða við tvær úthlutanir, á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir hvert verkefni. Það ár bárust Menningarráðinu samtals 178 umsóknir um stuðning við fjölbreytt menningarverkefni um Vestfirði alla. Um er að ræða samkeppnissjóð og eru umsóknir og verkefni borin saman á samkeppnisgrundvelli. Því er mikilvægt að saman fari vel afmörkuð og áhugaverð menningarverkefni og vandaðar og ítarlegar umsóknir til að jákvæð niðurstaða fáist.
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, gefur allar nánari upplýsingar í s. 891-7372 eða menning@vestfirdir.is .

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Þá fer langa súlan út.
Vefumsjón