Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. desember 2009 Prenta

Umsóknarfrestur vegna styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum er 8.janúar.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi.

Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.

Styrkir skiptast í tvo meginflokka:

1. STYRKIR TIL SMÆRRI VERKEFNA ER VARÐA ÚRBÆTUR Á FERÐAMANNASTÖÐUM:
Veittir verða styrkir til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði. Ekki er veittur styrkur vegna vinnuframlags. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi verkefni eftir að framkvæmdum lýkur.

Umsókn skal innihalda:
Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
Vefumsjón