Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. nóvember 2008 Prenta

Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni í dag.

Gervihnattamynd frá því kl 13:46 í dag,mynd Veðurstofan.
Gervihnattamynd frá því kl 13:46 í dag,mynd Veðurstofan.

Á gervihnattamynd frá því kl. 13:46 í dag þá sést að hafísröndin er á svipuðum slóðum og hún hefur verið undanfarna daga, þ.e. ísröndin er næst landi tæplega 50 sml frá Barða. Nokkuð erfitt er að greina hafísröndina að hluta til á myndinni vegna skýjahulu, en það er ólíklegt að þéttur hafís sé nær landi en rauða línan sýnir.   Þrátt fyrir þetta eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát því stakir jakar og rastir geta verið nær landi en sést á gervihnattamyndinni.

 

Fram á sunnudag verður norðan- og norðaustanátt á Grænlandssund og því ætti hafísröndin að þokast nær Grænlandi.  Frá sunnudegi og fram eftir næstu viku verða breytilegar áttir á Grænlandssundi.
Frétt og mynd frá Veðurstofu Íslands www.vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón