Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. janúar 2010 Prenta

Uppsetning á háhraðaneti á lokaspretti á Ströndum.

Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.
Nú hillir í að Kjörvogur og Djúpavík fái Háhraðanetið.

Fjarskiptasjóður og Síminn hafa undanfarnar vikur unnið að háhraðanetvæðingu á Vestfjörðum. Verkefnið hefur gengið mjög vel og er uppbyggingu kerfis og tenging notenda lokið að stærstum hluta. 

 

Fleiri hafa notað sér þjónustuna en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og hafa  einhver vandamál komið upp því tengt m.a. í kringum Trékyllisvík og var það leyst með stækkunum á stöðinni. Til stendur að stækka stöðina enn frekar. Það sama gildir um 3G stöðina á Hvítabjarnarhóli. 

 

Uppsetning á Djúpavík hefur reynst  erfiðari en búist var við sökum þess að ekki var hægt að leysa málið með gervihnattatengingu eins og til stóð.  Til þess að tryggja sem best samband mun Síminn setja upp nýja 3G stöð í Kjörvogi sem dekka mun stóran hluta Reykjafjarðar þ.m.t.   Djúpavík og Kjörvog.  Ef áætlanir ganga eftir mun stöðin í Kjörvogi verða gangsett  fljótlega eftir páska. 

 

Með tilkomu 3G í Trékyllisvík náðist í fyrsta skipti gsm/3G farsímasamband á svæðinu og þegar 3G verður uppsett í Kjörvogi verður farsímasambandi í stórum hluta Reykjafjarðar en á þessum stöðum var áður takmarkað NMT samband.
Segir í frétt frá Margréti Stefánsdóttur Forstöðumanns Samskiptasviðs Símans.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
Vefumsjón