Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. október 2011
Prenta
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.
Um næstu helgi laugardaginn 15.október ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekkir til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Dýrafirði að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu á Hótel Núpi um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Vesturferðum á netfanginu siggi@vesturferdir.is eða í síma 8561777.Nánar á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða.