Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. febrúar 2017 Prenta

Úr dagbók Lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.
Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku.

Aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar var lögreglu tilkynnt um að fólk væri inni á útisundlaugarsvæðinu í Bolungarvík. Þegar lögregluna bar að garði voru alls 8 ungmenni að fara af svæðinu eftir að hafa nýtt sér þessa aðstöðu. Vert er að minna á að stranglega bannað er að fara inn á þetta svæði utan opnunartíma, enda afmarkað með girðingu.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku. Eitt þeirra varð þann 24. febrúar þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Mikladal með þeim afleiðingum að hún rann út af veginum og niður bratta hlíð, þó án þess að velta. Töluvert tjón varð á undirvagni bifreiðarinnar og ökumaður, sem var einn í bifreiðinni þegar atvikið átti sé stað, var færður undir læknishendur, þó ekki með alvarlega áverka. Þá rann önnur bifreið út af veginum í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þann 20. febrúar. Ekkert tjón varð á ökutækinu og engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum. Þriðja óhappið varð þann sama dag, 20. febrúar í Vatnsfirði í Vesturbyggð en þá missti ökumaður stjórn á jeppabifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin rann út af veginum og valt eina veltu. Ökumaður og farþegi hlutu ekki alvarlega áverka. Ökumenn og farþegar í þessum óhöppum voru allir með öryggisbelti spennt og má telja víst að meiðsl hefðu orðið mun meiri ef svo hefði ekki verið. Rétt er að minna á mikilvægi þessa öryggisþáttar. Snjór og hálka var á yfirborði vega þegar þessi atvik urðu. Þá er rétt að minna ökumenn á að gæta sérstakrar varúðar þegar slíkar aðstæður eru fyrir hendi.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í vikunni. Báðir ökumennirnir voru stöðvaðir á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði, þar sem hámarkshraði er 60 km.

Lögreglan vill minna á varhugaverðar aðstæður sem geta skapast á vegum í umdæminu þegar yfirborð vega er þakið snjó og leysingar verða. Þá vill myndast krapi og oft á tíðum láta ökutæki illa að stjórn og renna til. Vert er að haga akstri, sem fyrr, miðað við aðstæður hverju sinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
Vefumsjón