Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2014 Prenta

Úr dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tvö  umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.

Vikan 1. Desember til 8. Desember 2014: Tveir ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur, annar í Vestfjarðargöngunum og hinn í Bolungarvíkurgöngum, sá sem hraðast ók mældist á 97 km / klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 km /klst.

Tvö  umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, öll sama daginn. Fyrra  óhappið var á Djúpvegi, innan við Hólmavík, þar varð bílvelta ökumaður og farþegi fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar.  Um minniháttar meiðsl var að ræða.  Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Síðara óhappið var útafakstur á Súgandafjarðarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Talsverðar skemmdir á bifreiðinni.  Ekki slys á fólki, bifreiðin óökuhæf.

Skemmtanahald um liðna helgi í umdæminu fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík 17-08-2008.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
Vefumsjón