Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júní 2011 Prenta

Úrslit frá skákhátíðinni í Árneshreppi.

Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
1 af 3
Skákmótið sem haldið var um síðustu helgi í Árneshreppi gekk vel og var margt um manninn,hér kemur yfirlit um úrslit sem Hrafn Jökulsson sendi vefnum:

Skákmótið endaði í Kaffi Norðurfirði, sunnudaginn 19. júní. Þar sigraði Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins með miklum glæsibrag, varð efstur 40 keppenda og skákaði Jóhanni Hjartarsyni, stigahæsta skákmanni Íslandssögunnar, Rúnari Sigurpálssyni nýbökuðum Trékyllisvíkurmeistara og fleiri sterkum skákmönnum á öllum aldri. Gleðin ríkti og sólin lét meira að segja sjá sig á Ströndum.
 
Hátíðin hófst á föstudag, 17. júní, þegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Meistarinn tefldi klukkufjöltefli á 9 borðum, og hafði 20 mínútna umhugsunartíma. Róbert hafði því í raun aðeins rúmlega tvær mínútur að meðaltali fyrir hverja skák, og varð viðureignin því æsispennandi. Leikar fóru svo að Róbert sigraði í 8 skákum en gerði jafntefli gegn Kristjáni Albertssyni, Melabónda, sem um langt skeið hefur verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.
 
Á föstudagskvöld var haldið tvískákarmót í Djúpavík, en þar var hvert herbergi bókað þessa helgi. Keppendur voru tæplega 30 og var líf í tuskunum, enda tvískák einstaklega óábyrgt keppnisform. Leikar fóru svo að lið Gunnars Björnssonar og Hrafns Jökulssonar hafði sigur, annað árið í röð. Meistari Róbert kom að vanda inn á sem varamaður í sigurliðinu í einni skák.
 
Laugardaginn 18. júní var svo stór stund í samkomuhúsinu í Trékyllisvík þegar 43 keppendur settust að tafli á sannkölluðu stórmóti. Meðal keppenda voru fulltrúar úr öllum fjórðungum og börn settu sterkan svip á mótið. Teflt var um meistaratitil Trékyllisvík og styttu af Kýrusi Persakóngi, sem í eina tíð stjórnaði víðlendasta ríki jarðarinnar. Rúnar Sigurpálsson sigraði í Trékyllisvík, hlaut hvorki meira né minna en 8,5 vinninga í  9 skákum. Næstur varð Jóhann Hjartarson, en bronsinu deildu Björn Ívar Karlsson, Róbert Lagerman og Þorvarður F. Ólafsson.
Fréttapistlar um hátíðina á Ströndum, auk myndaalbúma, birtast þessa dagana á www.skak.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Úr sal.Gestir.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón