Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. mars 2009
Prenta
Úrslit í forvali VG í Norðvesturkjördæmi.
Jón Bjarnason, þingmaður, sem skipaði hefur efsta sæti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi frá upphafi, sigraði með yfirburðum í nýafstöðnu forvali og fékk 254 atkvæði í fyrsta sætið. Atkvæði greiddu 375 en 524 voru á kjörskrá.
Í öðru sæti varð Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri með 124 atkvæði í 1 - 2 sæti og í þriðja sæti Ásmundur Einar Daðason, Lambeyrum í Dölum, með 165 atkvæði í 1 - 3. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti hreppti 4 sætið, Telma Magnúsdóttir Blönduósi varð í því fimmta og í sjötta sæti Grímur Atlason í Búðardal. Prófkjörið var framkvæmt með póstkosningu og eru niðurstöður birtar með fyrirvara um samþykki kjördæmisráðs.