Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. apríl 2010
Prenta
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst þriðjudaginn 6 apríl 2010.Kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi til kjördags. Hægt verður að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.
Atkvæðagreiðsla á erlendri grundu hefst sama dag á vegum utanríkisráðuneytisins sem mun kynna fyrirkomulag þar að lútandi. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þótt hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur utankjörfundaratkvæðaseðill hans þá ekki til greina við kosninguna
Í Strandasýslu er hægt að kjósa á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík.
Sjá nánar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hér.