Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2015 Prenta

Úthlutun styrkja Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.

Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.
Styrkir komu í hlut:Falinn skógur sýning Djúpavík,og Steypa Djúpavík,og Gunna fótalausa,minnisvarði og sýning Kört Trékyllisvík.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2015 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 60 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Fjórðungssamband Vestfirðinga vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019. Listi um framlög er birtur hér að neðan, en næst verður auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í desember næstkomandi vegna ársins 2016.

Ákveðið var að þessu sinni að styrkja 20 verkefni og stofnanir í flokki hærri styrkja (framlag hærra en milljón), en 40 milljónir voru samtals til ráðstöfunar í þeim flokki. Alls voru 9 þessara verkefna á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar, en 11 verkefni voru annaðhvort viðameiri menningarverkefni eða að um var að ræða stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Upphæðir þeirra voru á bilinu 1,2 milljónir til 5 milljónir sem var hæsti styrkur á árinu 2015. Í flokknum minni styrkir (milljón eða minna), þar sem 20 milljónir voru til ráðstöfunar, fengu alls 36 verkefni styrkvilyrði á bilinu 110 þúsund til 1 milljón. Heildarfjöldi styrktra verkefna var því 56 og eru viðtakendur styrkjanna 49. Meðalupphæð styrkvilyrða í heildina er tæp 1,1 milljón.

Varðandi kynjahlutföll þá skiptast styrkvilyrði þannig að varðandi stærri verkefnin 20 eru í 11 tilvikum konur í forsvari verkefna eða stofnana, en í 9 tilvikum karlar. Varðandi minni verkefnin 36 er skiptingin til helminga, í 18 tilvikum eru konur í forsvari og í 18 tilvikum karlar.

Eftirtalin verkefni og stofnanir fengu stuðning (umsækjandi í sviga):
5.000.000

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða – Þróunarmiðstöð    (Sjávarútvegsklasi Vestfjarða)

3.000.000

Rekstur Edinborgarhúss ehf, Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar (Edinborgarhúsið ehf - Menningarmiðstöð)     

2.500.000

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020 (Ferðamálasamtök Vestfjarða)

Galdrasýning á Ströndum – rekstur og uppbygging (Strandagaldur ses)

2.200.000

Rannsóknastofa um umhverfisáhrif á sjávarlífverur (Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum)

Pilot Book & Cruising Guide for the Westfjords of Iceland (Maik Brötzmann)          

2.000.000

Dropi á heilsuvörumarkað í Bandaríkjunum (True Westfjords ehf)

Melrakkasetur Íslands - rekstur og uppbygging     (Melrakkasetur Íslands ehf)

Hús Samúels (Félag um listasafn Samúels)

1.800.000

Rekjanleiki lambakjöts frá beitilandi til neytenda (Náttúrustofa Vestfjarða)

Westfjords Residency in Þingeyri (Simbahöllin ehf)

1.500.000

Uppbygging ferðaþjónustu í Önundarfirði (Perlur Fjarðarins ehf)

Menningarviðburðir Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar 2015 (Menningarmiðstöðin Edinborg)

Sauðfjársetur á Ströndum – rekstur og uppbygging (Sauðfjársetur á Ströndum ses)

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum - rekstur og uppbygging (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf)

Skrímslasetrið á Bíldudal - rekstur og uppbygging (Félag áhugamanna um skrímslasetur)

Verbúðin (VESTURPORT Evrópa Kvikmyndir)

Nýsköpunarhelgi Grunnskóla Vestfjarða (Hafdís Gunnarsdóttir)

1.300.000

Markaðssetning Pedal Projects   (Pedal Projects)

1.200.000

Endurgerð varðveisluverðra báta - Sæbjörg BA 59 (Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum)

1.000.000

Act Alone - einleikjahátíð 2015 (Act Alone, áhugafélag)

Aldrei fór ég suður 2015 (Aldrei fór ég suður, félag)

Viðgerðar og nýbyggingarmiðstöð súðbyrðinga og smærri báta (Byggðasafn Vestfjarða)

Tiny Iceland. Færanleg, sjálfbær smáhýsi (Fjólubláa Húfan ehf)

Gengin spor við Djúp - heimildamynd (Menning og saga)

Náttúrubarnaskóli (Sauðfjársetur á Ströndum)

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda (Skjaldborg, hátíð)

900.000

LÚR festival 2015 (LÚR festival, Menningarmiðstöðin Edinborg)

800.000

Arnarfjörður á miðöldum (Náttúrustofa Vestfjarða, fornleifadeild)

700.000

Útivistar-, menningar- og listasvæði Raggagarðs (Raggagarður)

600.000

List á Vestfjörðum 2015-2016 (Félag vestfirskra listamanna)

500.000

Steinshús. Opnun safns, skálda- og fræðimannaseturs til minningar um Stein Steinarr skáld (Steinshús ses)

ArtsIceland og Gallerí Úthverfa í miðbæ Ísafjarðar (Kol & salt)

Grettir leikrit (Kómedíuleikhúsið)

Oktavíus nýtt leikverk um Gísla á Uppsölum (Kómedíuleikhúsið)

Turtle filmfest Hólmavík - (Turtle filmfest)

Sumarmölin 2015 (Standard og gæði ehf)

Steampunk Iceland – Ævintýrahátíð 2015 (Bildalia ævintýraland)

Spánverjavíganna minnst 400 árum síðar (Baskavinafélagið á Íslandi)

Falinn skógur – Rekaviður í hönnun (Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir)

Send í sveit - sýning um reynslu af Ströndum (Esther Ösp Valdimarsdóttir)

Ýtt úr vör (Júlía Bjarney Björnsdóttir)

Sýningin „Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn“ (Látraröst ehf )

Gunna fótalausa - minnisvarði og sýning (Minja- og handverkshúsið Kört)

Sumarstundir á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti (Minjasafn Egils Ólafssonar)

400.000.-

Okkar eigin heimildarmyndir (Sigurðardóttir ehf)

300.000.-

Steypa – Photography Exhibition in Djúpavík (2015) - (Claus E. Daublebsky von Sterneck)

Styrkur fyrir upptökum og kynningu á Rythmatik (Hljómsveitin Rythmatik)

Galdrakarlinn í Oz á Þingeyri (Höfrungur leikdeild)Sweeney Todd, leiksýning (Leikfélag Hólmavíkur) Uppsetning ísfirskrar revíu (Litli leikklúbburinn)

Kallarðu þetta leikrit (Litli leikklúbburinn)

200.000

ÍSÓ 2015 (Félag íslenskra samtímaljósmyndara)

Útskriftarferðin og Hlauptu týnstu (Leikfélag Hólmavíkur)

150.000

Ingibjörg og álfurinn – Jóladagatal (Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir og Dagný Hulda Valbergsdóttir)

140.000

Ísfirskar listakonur í 100 ár (Safnahúsið Ísafirði, Listasafn Ísafjarðar)110.000

Námskeiðaferna LL (Litli leikklúbburinn)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Úr sal.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón