Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009 Prenta

Útibústjórinn við KSH á Norðurfirði segir upp.

Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
1 af 2
Nú hefur útibústjórinn Margrét Jónsdóttir við Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði sagt upp starfi sínu frá og með 30 apríl næstkomandi,og einnig Gunnsteinn Gíslason.

Margrét og Gunnsteinn hafa bæði séð um útibú KSN á Norðurfirði frá því í júní 1993 þegar Kaupfélag Steingrímsfjarðar hóf rekstur þar 1993 eftir að Kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði varð gjaldþrota það sama ár.

Yfir sumarið var bætt við einni starfsstúlku og var þá oftas ráðin stúlka úr sveitinni við það sumarstarf yfir háannatíman.

Einnig sá Þórólfur Guðfinnsson um uppgjör í allmörg ár en hætti fyrir um þrem árum.

 

Verið við verslunarstörf í um 50 ár.

Gunnsteinn Gíslason hefur verið við verslunarstörf við kaupfélögin á Norðurfirði frá 1960 eða rétt í um fimmtíu ár.

Fyrst var Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri við kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði frá 1960 og þar til það varð gjaldþrota árið 1993,síðan verið við útibú kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði frá því að það tók við eftir gjaldþrot kaupfélags Strandamanna,sem fyrr segir.

Gunnsteinn er því búin að vera um hálfa öld við verslunarstörf á Norðufirði sem spannar frá sjötta áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug þessarar aldar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
Vefumsjón