Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. janúar 2015 Prenta

Útsvarsprósentur 2015.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2015. Meðalútsvarið verður óbreytt þ.e. 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 57 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Þess ber að geta að hluti útsvarsins rennur beint til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem síðan útdeilir því aftur til sveitarfélaga eftir sérstökum reglum sem sjóðurinn setur. Það sem jöfnunarsjóðurinn fær er annars vegar 0,77% af útsvarsstofni vegna málefna grunnskólans og hins vegar 0,99% af útsvarsstofni vegna málefna fatlaðs fólks. Útsvarsprósentan fyrir Árneshrepp er 14,52%. Á vef Sambands Íslenskra Sveitarfélaga má sjá útsvarsprósentu hinna ýmsu sveitarfélaga:

Útsvarsprósentur sveitarfélaga 2015

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Úr sal Gestir.
  • Langa súlan á leið upp.
Vefumsjón