Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2008
Prenta
Vantar frumkvöðla í Árneshrepp.
Bæjarins Besta.
Sérstaða Árneshrepps á Ströndum, sem m.a. felst í samfélagi og náttúru, er styrkur. Þetta kemur fram í úttekt sem Byggðastofnun hefur gert á byggðalögum með viðvarandi fólksfækkun. Mikil samheldni og samhjálp er meðal íbúa og brottfluttir sækja í að koma í heimabyggðina. Hlutfallslega eru flest störf í hreppnum í þjónustu, eða um 46%. Um 40% starfa eru í landbúnaði og fiskveiðum, en 32% að meðaltali í úttektinni og 1% í Reykjavík. Í menntun og menningu eru 12% starfa. Styrkleiki fyrir sjávarútveg er að stutt er á miðin. Landbúnaður er stærsti þátturinn í atvinnulífinu. Ferðamannastraumur er vaxandi, bæði hvað varðar innlenda og erlenda ferðamenn. Það breytti miklu fyrir byggðina að Ferðafélagið keypti jörð og gerði þar upp hús og er með ferðir á svæðið, jafnvel að vetrinum. Fastar bátsferðir eru fyrir göngufólk á Hornstrandir og Strandir, þannig skipulagðar að svæðið njóti góðs af og nýting á gistirými aukist. Verið er að reyna jeppaferðir að vetrinum.
„Það vantar frumkvöðla og ungt fólk með áhættuþor í sveitarfélagið. Tækifæri í sjávarútvegi gæti falist í aðgangi að kvóta sem sveitarfélagið leigði út. Það þarf að byggja á því sem fyrir er og landbúnaður er grunnurinn að samfélaginu í Árneshreppi. Tækifæri í landbúnaði eru m.a. þau að mönnum verði gert kleyft að slátra og vinna kjöt í heimabyggð. Búin eru ekki nógu stór til að framfleyta fjölskyldu, þá þarf eitthvað með, t.d. ferðaþjónustu og tækifærin felast ekki síst í henni. Áhugi er á að Galdrasetrið færi út kvíarnar í Trékyllisvík og það mun standa til. Það mætti koma upp selasafni og hákarlasafni, t.d. á Gjögri. Það þyrfti að varðveita þetta sérstaka byggðarlag, m.a. með menningartengda ferðaþjónustu í huga. Til að lengja ferðamannatímann mætti fjölga flugferðum og bæta vegasamgöngur. Ef vegurinn til Hólmavíkur verður lagaður er klukkustundar akstur þangað, íbúar Árneshrepps myndu þá sækja meira þangað og samstarf aukast," segir í skýrslu Byggðastofnunar.
Þar segir einnig að miklar breytingar verði með veginum um Arnkötludal, en einnig sé mikilvægt að fá betri samgöngur innan Stranda. Mögulegt verkefni væri að fólk tæki börn í sveit yfir veturinn sem vistforeldrar, sem gæti fjölgað í skólanum. Tækifæri gætu einnig falist í skattaívilnunum, bættum lánamöguleikum, lánum til samgöngumála og að styrkja ferðaþjónustuna, landbúnaðinn og sjávarútveginn. Það þarf úrbætur í orkumálum (3ja fasa rafmagn), bætt fjarskipti, bætt símasamband og bættar samgöngur.
Þjónustustig í Árneshreppi mælist lægra en að meðaltali hjá sveitarfélögum í úttekt Byggðastofnunar. Sérstaklega er áberandi hvað heilbrigðisþjónusta mælist langt undir meðaltalinu og menntunarmöguleikar mælast einnig lágt. Fjarlægð til næsta stærri þjónustukjarna sem er Borgarnes eru 304 km, sem er talsvert lengra en að meðaltali í úttektinni, en til Reykjavíkur eru 378 sem er heldur styttra en að meðaltali. Hafa ber þó í huga að landleiðin er ekki fær allt árið. Í Árneshreppi voru 48 íbúar 1. desember 2007 og hefur fækkað um 65 íbúa frá 1991. Í heild fækkaði íbúum á 15 ára tímabili um 55,8%. Íbúum fækkaði mest á tímabilinu 1996-2001, eða um 29,8%.
Þessi frétt er af www.bb.is
Sérstaða Árneshrepps á Ströndum, sem m.a. felst í samfélagi og náttúru, er styrkur. Þetta kemur fram í úttekt sem Byggðastofnun hefur gert á byggðalögum með viðvarandi fólksfækkun. Mikil samheldni og samhjálp er meðal íbúa og brottfluttir sækja í að koma í heimabyggðina. Hlutfallslega eru flest störf í hreppnum í þjónustu, eða um 46%. Um 40% starfa eru í landbúnaði og fiskveiðum, en 32% að meðaltali í úttektinni og 1% í Reykjavík. Í menntun og menningu eru 12% starfa. Styrkleiki fyrir sjávarútveg er að stutt er á miðin. Landbúnaður er stærsti þátturinn í atvinnulífinu. Ferðamannastraumur er vaxandi, bæði hvað varðar innlenda og erlenda ferðamenn. Það breytti miklu fyrir byggðina að Ferðafélagið keypti jörð og gerði þar upp hús og er með ferðir á svæðið, jafnvel að vetrinum. Fastar bátsferðir eru fyrir göngufólk á Hornstrandir og Strandir, þannig skipulagðar að svæðið njóti góðs af og nýting á gistirými aukist. Verið er að reyna jeppaferðir að vetrinum.
„Það vantar frumkvöðla og ungt fólk með áhættuþor í sveitarfélagið. Tækifæri í sjávarútvegi gæti falist í aðgangi að kvóta sem sveitarfélagið leigði út. Það þarf að byggja á því sem fyrir er og landbúnaður er grunnurinn að samfélaginu í Árneshreppi. Tækifæri í landbúnaði eru m.a. þau að mönnum verði gert kleyft að slátra og vinna kjöt í heimabyggð. Búin eru ekki nógu stór til að framfleyta fjölskyldu, þá þarf eitthvað með, t.d. ferðaþjónustu og tækifærin felast ekki síst í henni. Áhugi er á að Galdrasetrið færi út kvíarnar í Trékyllisvík og það mun standa til. Það mætti koma upp selasafni og hákarlasafni, t.d. á Gjögri. Það þyrfti að varðveita þetta sérstaka byggðarlag, m.a. með menningartengda ferðaþjónustu í huga. Til að lengja ferðamannatímann mætti fjölga flugferðum og bæta vegasamgöngur. Ef vegurinn til Hólmavíkur verður lagaður er klukkustundar akstur þangað, íbúar Árneshrepps myndu þá sækja meira þangað og samstarf aukast," segir í skýrslu Byggðastofnunar.
Þar segir einnig að miklar breytingar verði með veginum um Arnkötludal, en einnig sé mikilvægt að fá betri samgöngur innan Stranda. Mögulegt verkefni væri að fólk tæki börn í sveit yfir veturinn sem vistforeldrar, sem gæti fjölgað í skólanum. Tækifæri gætu einnig falist í skattaívilnunum, bættum lánamöguleikum, lánum til samgöngumála og að styrkja ferðaþjónustuna, landbúnaðinn og sjávarútveginn. Það þarf úrbætur í orkumálum (3ja fasa rafmagn), bætt fjarskipti, bætt símasamband og bættar samgöngur.
Þjónustustig í Árneshreppi mælist lægra en að meðaltali hjá sveitarfélögum í úttekt Byggðastofnunar. Sérstaklega er áberandi hvað heilbrigðisþjónusta mælist langt undir meðaltalinu og menntunarmöguleikar mælast einnig lágt. Fjarlægð til næsta stærri þjónustukjarna sem er Borgarnes eru 304 km, sem er talsvert lengra en að meðaltali í úttektinni, en til Reykjavíkur eru 378 sem er heldur styttra en að meðaltali. Hafa ber þó í huga að landleiðin er ekki fær allt árið. Í Árneshreppi voru 48 íbúar 1. desember 2007 og hefur fækkað um 65 íbúa frá 1991. Í heild fækkaði íbúum á 15 ára tímabili um 55,8%. Íbúum fækkaði mest á tímabilinu 1996-2001, eða um 29,8%.
Þessi frétt er af www.bb.is