Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. febrúar 2010 Prenta

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn.

Nemendur og starfsfólk grunnskóla Hólmavíkur-Drangsness og Finnbogastaðaskóla við skipshlið.Mynd Jón KR.Friðgeirsson.
Nemendur og starfsfólk grunnskóla Hólmavíkur-Drangsness og Finnbogastaðaskóla við skipshlið.Mynd Jón KR.Friðgeirsson.

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn, fimmtudaginn 11. febrúar. Við það tækifæri var haldin stutt kynning á Landhelgisgæslunni og starfsemi hennar í grunnskólanum á Hólmavík. Eftir kynningu héldu nemendur og starfsmenn skólans niður á bryggju þar sem bættust í hópinn nemendur og kennarar frá Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi.

Eftir hópmyndatöku við skipshlið var Daníel Freyr Newton, nemanda við grunnskóla Hólmavíkur, afhent viðurkenning í tilefni 112 dagsins. Síðan var varðskipið skoðað undir leiðsögn skipverja sem fræddu háa jafnt sem lága um það sem fyrir augu bar.

Síðust en ekki síst voru svo börnin á leikskólanum Lækjarbrekku sem ráku lestina. Margar skemmtilegar spurningar og tilsvör komu frá börnunum eins og þeim einum er lagið. Til dæmis voru þau yngstu spurð að því hvort þau þekktu merkið á veggnum (skjaldarmerkið) og þá svaraði einn að bragði: Já, þetta er Áfram Ísland - merkið!
Fleiri myndir má sjá á vef Landhelgisgæslu Íslands hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Gengið upp Sýrárdal.
  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
Vefumsjón