Veðrið í Ágúst 2020.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Norðlægar eða austlægar vindáttir voru fyrstu fimm daga mánaðarins, með talsverðri úrkomu þann 5. Síðan var sunnan þann 6 með úrkomulausu og hlýju veðri. Þá var norðan þann 7 með talsverðri rigningu. Frá 8 til 12 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og rigningu. Hitinn fór í 17,1 stig þann 10 sem virðist ætla að verði mesti hiti sumarsins. 13 og 14 var suðvestan hvassviðri með hlýju veðri en úrkomu litlu. Frá 15 til 26 voru norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri og hægviðri. Frá 27 og út mánuðinn voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri, mikil rigning var aðfaranótt 31.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 119,9 mm. (í ágúst 2019: 101,8 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.
Þurrir dagar voru 13.
Mestur hiti mældist þann 10. +17,1 stig.
Minnstur hiti mældist þann 22. +3,6 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +9,8 stig. (í ágúst 2019: +7,0 stig.)
Meðalhiti við jörð var +6,82 stig. (í ágúst 2019: +5,94 stig.)
Sjóveður. Að mestu gott í mánuðinum, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn slæmt dagana 1,2, 5, 6 og 7. Það er talsverður sjór.
Yfirlit dagar eða vikur.
1-2: Norðan og NV stinningsgola, kaldi, rigning eða súld, hiti +7 til +9 stig.
3: Austan eða breytileg vindátt, kul, súld, hiti +8 til +9 stig.
4: Norðan gola, stinningsgola, rigning og súld, hiti +7 til +9 stig.
5: Austan stinningskaldi, stinningsgola, síðan gola, talsverð rigning, hiti +7 til +12 stig.
6: Sunnan gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +8 til +15 stig.
7: Norðan kaldi, stinningsgola, talsverð rigning, hiti +7 til +13 stig.
8-12: Suðvestan eða S. kul, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, skúrir, hiti +6 til +17 stig.
13-14: Suðvestan allhvasst, hvassviðri, rigning þ.13. þurrt þ.14. hiti +9 til +15 stig.
15-26: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, rigning þ. 15. súld þ. 18 og þ.26. Annars úrkomulaust. Hiti +4 til +15 stig.
27-28: Suðvestan kul eða gola, úrkomulaust þ.27. enn úrkomu vart þ.28. Hiti +7 til +14 stig.
29-31: Suðaustan eða breytilegar vindáttir kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ.29. annars rigning eða skúrir, mikil rigning var aðfaranótt 31. hiti +7 til +16 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.