Veðrið í Ágúst 2024.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 233,8 mm. (í ágúst 2023: 42,6 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.
Þurrir dagar voru 3.
Mestur hiti mældist þann 31: +17,4 stig.
Minnstur hiti mældist þann 29: +1,2 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +7,5 stig. (í ágúst 2023: +9,1 stig.)
Meðalhiti við jörð var +5,57 stig. (í ágúst 2023: +4,63 stig.)
Yfirlit dagar eða vikur:
Mikil Úrkoma var 2 ágúst 44,4 mm. Skriðuföll og vegir fóru í sundur.
Mikil úrkoma var 23 og fram til 25 ágúst. Úrkoman mældist 99,9 mm. NNV 17 til 20 mm í jafnavind þ. 23. Skriðuföll og vegir í sundur.
Mikil úrkoma var í mánuðinum eða 233,8 mm. Er það rúmlega tveggja mánaða úrkoma í meðaltalsúrkomu.
Kalt var í veðri frá 15 og til 28 þá fór hlýnandi og var hlítt það sem eftir var mánaðar.